Ferill 808. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1492  —  808. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (afnám skilyrða).

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Halldóra Mogensen, Olga Margrét Cilia.


1. gr.

    Orðin „og ekki orðið fyrir orkutapi sem rekja má til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna“ í 2. mgr. 15. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði 2. mgr. 15. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, um að framreikna skuli örorkulífeyri samkvæmt nánar ákveðnum reglum, verði eingöngu háð skilyrðum um tímalengd greiðslna í lífeyrissjóð en ekki skilyrðum sem lúta að ástæðum orkutaps. Flutningsmenn frumvarpsins telja að ofnotkun áfengis, lyfja og fíkniefna sé heilbrigðisvandamál sem ekki eigi að hafa áhrif á réttindi fólks til örorkulífeyris.